GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi um að Naust Marine í Garðabæ kaupi sölusvið sjálfvirknibúnaðar hjá iðnstýrideild Tæknivals hf., og mun iðnstýrideild hér eftir einbeita sér að hönnun og þróun stjórn- og eftirlitskerfa sem er meginverkefni deildarinnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Tæknivali. Með þessu samkomulagi flyst m.a.
ÐNaust Marine tekur við sölu á sjálfvirknibúnaði Tæknivals

GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi um að Naust Marine í Garðabæ kaupi sölusvið sjálfvirknibúnaðar hjá iðnstýrideild Tæknivals hf., og mun iðnstýrideild hér eftir einbeita sér að hönnun og þróun stjórn- og eftirlitskerfa sem er meginverkefni deildarinnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Tæknivali.

Með þessu samkomulagi flyst m.a. sala á sjálfvirknibúnaði frá Omron, Fluke, Hitachi og PR Electronic til Naust Marine. Starfsmenn Naust Marine eru sjö, en fyrirtækið hefur meðal annars sérhæft sig í stýrikerfum fyrir togvindur í togara. Það hefur um árabil verið í samstarfi og viðskiptum við Tæknival og er fyrirhugað að efla og treysta samstarf fyrirtækjanna enn frekar. Geir Arnar Geirsson, sölustjóri sjálfvirknibúnaðar Tæknivals, fer til starfa hjá Naust Marine vegna þessara breytinga.