EINS og áður hefur komið fram er Nintendo að leggja drög að 128 bita leikjatölvu sem kallast Dolphin, höfrungur, enn sem komið er. Dolphin er ætlað að keppa við PlayStation II í verði en slá henni við í gæðum og kemur á markað í Japan nokkrum mánuðum á eftir PSX II.
Höfrungur frá Nintendo EINS og áður hefur komið fram er Nintendo að leggja drög að 128 bita leikjatölvu sem kallast Dolphin, höfrungur, enn sem komið er. Dolphin er ætlað að keppa við PlayStation II í verði en slá henni við í gæðum og kemur á markað í Japan nokkrum mánuðum á eftir PSX II. IBM og Matsushita sjá um vélbúnaðinn, en gert er ráð fyrir því að vélin verði tilbúin í lok næsta árs. Eins og áður hefur komið fram er örgjörvinn 0,18 míkrona kopar PowerPC úr smiðju IBM, 400 MHz og kallast Gekko. Grafíkörgjörvinn er saman settur af ArtX og verður 0,18 míkron, 200 MHz Embedded DRAM. Minni tölvunnar verður háhraða DRAM með 3,2 Gb á s. bandvídd. Matsushita er að ganga frá gagnasniðinu á DVD diskunum sem vélin kemur til með að nota, en ekki á að vera hægt að gera af þeim ólögleg afrit að sögn Nintendo-manna.