ÖRYGGI sf., rafverktakar-verslun hefur tekið við söluumboði fyrir Málningarverksmiðjuna Hörpu hf. á Húsavík og í Þingeyjarsýslum, af Kaupfélagi Þingeyinga. Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu,
Húsavík Öryggi tekur við söluumboði Hörpu

ÖRYGGI sf., rafverktakar-verslun hefur tekið við söluumboði fyrir Málningarverksmiðjuna Hörpu hf. á Húsavík og í Þingeyjarsýslum, af Kaupfélagi Þingeyinga.

Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu, sagði að vegna hinnar miklu óvissu um framtíð kaupfélagsins hafi fyrirtækið ákveðið að fá nýjan aðila til samstarfs við sig á Húsavík og viljað bregaðst fljótt við þannig að viðskiptavinir Hörpu á Húsavík og í Þingeyjarsýslum ættu áfram kost á öryggri þjónustu.

Sigurður Illugason málari verður starfsmaður málningardeildar Öryggis en hann hefur verið deildarstjóri málningardeildar Kaupfélags Þingeyinga.