UPPSÖFNUÐ þörf á verðhækkun á raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur er mikil og búast má við allt að 3% verðhækkun á raforku til almennings og fyrirtækja í kjölfar 3% hækkunar á heildsöluverði Landsvirkjunar 1. júlí næstkomandi. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir líklegt að verðhækkunin taki gildi í júlí eða ágúst.
Orkuveita Reykjavíkur

Búast má við allt

að 3% verðhækkun

UPPSÖFNUÐ þörf á verðhækkun á raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur er mikil og búast má við allt að 3% verðhækkun á raforku til almennings og fyrirtækja í kjölfar 3% hækkunar á heildsöluverði Landsvirkjunar 1. júlí næstkomandi. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir líklegt að verðhækkunin taki gildi í júlí eða ágúst.

Guðmundur segir að Orkuveita Reykjavíkur standi frammi fyrir sömu kostnaðarhækkunum og Landsvirkjun. Hækkunarþörfin vegna síðustu verðhækkunar á heildsöluverði sé rétt undir 2% en ljóst sé að þörf sé á enn meiri verðhækkun. Ekki hafi þó verið tekin endanleg ákvörðun um það.

Guðmundur segir að á sama tíma og laun og ýmis annar kostnaður hafi hækkað hafi raforkuverð til neytenda ekki verið hækkað síðan í ágúst 1997. Þá hækkaði það um 1,7% í kjölfar 3% hækkunar á heildsöluverði frá Landsvirkjun 1. apríl það ár. Um áramótin 1997­1998 varð 2% verðlækkun á raforku frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, (nú Orkuveitu Reykjavíkur), á sama tíma og heildsöluverðið frá Landsvirkjun hækkaði um 3%. "Við getum verið að horfa á allt að 3% verðhækkun," segir Guðmundur.

Búast má við svipaðri hækkunarþörf annars staðar á landinu að undanskildu þjónustusvæði Hitaveitu Suðurnesja, sem framleiðir talsverðan hluta af sínu rafmagni sjálf.