Í gær, föstudaginn 21. maí, var Nýkaup á Eiðistorgi formlega opnað eftir umfangsmiklar breytingar. Að sögn Finns Árnasonar framkvæmdastjóra hjá Nýkaupi er nú lögð áhersla á þjónustu við viðskiptavini, ferskar vörur, tilbúinn heitan mat og mikið vöruúrval. Búið er að koma upp nýju kjöt­ og fiskborði og aðstöðu fyrir tilbúinn heitan mat.
Nýkaup á Eiðistorgi formlega opnað eftir breytingar

Ferskar vörur og tilbúinn heitur matur

Í gær, föstudaginn 21. maí, var Nýkaup á Eiðistorgi formlega opnað eftir umfangsmiklar breytingar. Að sögn Finns Árnasonar framkvæmdastjóra hjá Nýkaupi er nú lögð áhersla á þjónustu við viðskiptavini, ferskar vörur, tilbúinn heitan mat og mikið vöruúrval. Búið er að koma upp nýju kjöt­ og fiskborði og aðstöðu fyrir tilbúinn heitan mat. Þá var sett upp nýtt ávaxta­ og grænmetistorg, nýtt bakarí og mjólkurtorg.

Finnur segir að margir hafi komið að þessum breytingum en hönnunin var í höndum arkitektanna Donald Stone og Kent Wells frá Charles Sparks & Co í Chicago. Finnur segir að markmiðið með þessum breytingum sé að koma til móts við væntingar viðskiptavina til hverfisverslunar sem leggur áherslu á ferskleika, gæði, þjónustu, vöruúrval og kost á hagkvæmum innkaupum á algengum heimilisvörum.

Morgunblaðið/Ásdís Finnur Árnason framkvæmdastjóri Nýkaups.