GÍSLI G. Jónsson, Íslandsmeistari í torfæruflokki sérútbúinna jeppa kveðst óráðinn með framhaldið, þó hann mæti í fyrsta torfærumót ársins. "Mér hefur ekki gengið sem skyldi að finna styrktaraðila, verð að bíða og sjá hvað gerist eftir fyrstu keppni", sagði Gísli. "Ég reyni að vinna fyrstu keppnina, vann hana í fyrra.

Framhaldið óráðið

GÍSLI G. Jónsson, Íslandsmeistari í torfæruflokki sérútbúinna jeppa kveðst óráðinn með framhaldið, þó hann mæti í fyrsta torfærumót ársins. "Mér hefur ekki gengið sem skyldi að finna styrktaraðila, verð að bíða og sjá hvað gerist eftir fyrstu keppni", sagði Gísli.

"Ég reyni að vinna fyrstu keppnina, vann hana í fyrra. Fljótt á litið líst mér ágætlega á jeppa Haraldar, en síðan kemur í ljós hvernig þetta virkar. Ég var heppinn að finna laust tannhjól í skiptingunni hjá mér í fyrrakvöld, verð með nýja skiptingu í staðinn á Akureyri. Jeppinn virkar ágætlega, en ég prófaði hann í Jósepsdal. Hvort ég keppi í öllu Íslandsmótinui ræðst í næstu viku", sagði Gísli.