SÍÐUSTU daga hafa verið gerðar fleiri tilraunir til að svíkja fé út úr íslenskum stórfyrirtækjum. Í síðustu viku var það reynt hjá þremur fyrirtækjum, en nú eru þau orðin sjö og reynt hefur verið að svíkja út alls 220 milljónir króna. Engin þessara tilrauna hefur tekist.
Reynt að svíkja fé út úr fleiri fyrirtækjum

SÍÐUSTU daga hafa verið gerðar fleiri tilraunir til að svíkja fé út úr íslenskum stórfyrirtækjum. Í síðustu viku var það reynt hjá þremur fyrirtækjum, en nú eru þau orðin sjö og reynt hefur verið að svíkja út alls 220 milljónir króna. Engin þessara tilrauna hefur tekist.

Jón Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, segir að um sé að ræða skjalafals og tilraunir til fjársvika af bankareikningum íslenskra stórfyrirtækja í viðskiptabönkum þeirra hérlendis. Á miðvikudag var reynt að svíkja samtals um 60 milljónir út úr KEA, Mjólkursamsölunni og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Síðustu daga hafa bæst við Ingvar Helgason, Flugleiðir, Samherji og Íslenska járnblendifélagið. Hæstu upphæðina var reynt að svíkja út úr Flugleiðum, milli 50 og 60 milljónir króna, en upphæðirnar eru yfirleitt á bilinu 20 til 30 milljónir. Flest bendir til að um erlenda menn sé að ræða.Alls reynt/10