RÚMLEGA sjö milljónir króna í peningum og 620 ullarteppi að verðmæti 1,7 milljónir kr. söfnuðust í landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða kross Íslands fyrir fórnarlömb stríðsátakanna á Balkanskaga í vikunni. Söfnunin hófst á mánudag en lauk formlega á fimmtudag. Enn er þó hægt að leggja inn á söfnunarreikning hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, nr. 1150-26-56789.
Söfnun fyrir

fórnarlömb

á Balkanskaga Yfir sjö milljónir söfnuðust í peningum

RÚMLEGA sjö milljónir króna í peningum og 620 ullarteppi að verðmæti 1,7 milljónir kr. söfnuðust í landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða kross Íslands fyrir fórnarlömb stríðsátakanna á Balkanskaga í vikunni. Söfnunin hófst á mánudag en lauk formlega á fimmtudag. Enn er þó hægt að leggja inn á söfnunarreikning hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, nr. 1150-26-56789.

Að sögn Jónasar Þórissonar, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, gaf SPRON m.a. 450 þúsund krónur í söfnunina, Íslandsbanki 500 þúsund krónur og Elliheimilið Grund 75 þúsund krónur. Þá gáfu margir einstaklingar sem ekki vilja láta nafns síns getið upphæðir að fimmtíu þúsund krónum og Rafveita Akureyrar gaf teppin 620 sem áður voru nefnd.

Jónas segir að söfnunarfénu verði varið til að búa í haginn fyrir flóttamenn í flóttamannabúðunum á Balkanskaga, til dæmis með kaupum á ýmsum nauðsynjum. Komist hins vegar friður á verður fénu varið til uppbyggingar á svæðinu.