TÓNLEIKAR Unglingakórs Selfosskirkju verða í kirkjunni á mánudag, annann í hvítasunnu, kl. 20. Gestir á tónleikunum eru Cantina, stúlknakór Hallgrímskirkju, stjórnandi Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Barnakór Selfosskirkju undir stjórn Glyms Gylfasonar. Unglingakór Selfosskirkju syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur við undirleik Láru Rafnsdóttur.
Tónleikar Unglingakórs Selfosskirkju

TÓNLEIKAR Unglingakórs Selfosskirkju verða í kirkjunni á mánudag, annann í hvítasunnu, kl. 20. Gestir á tónleikunum eru Cantina, stúlknakór Hallgrímskirkju, stjórnandi Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Barnakór Selfosskirkju undir stjórn Glyms Gylfasonar.

Unglingakór Selfosskirkju syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur við undirleik Láru Rafnsdóttur. Kórinn syngur með Stúlknakór Cantinu í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 25. maí.

Á tónleikunum verður flutt kirkjutónlist, negrasálmar, íslensk þjóðlög og sumarlög. Einnig syngja nokkrir kórfélagar einsöng.