AC Milan hefur eins stigs forystu fyrir lokaumferðina á Ítalíu um helgina og getur með útisigri á Perugia tryggt sér 16. meistaratitil sinn. Lazio, sem er í öðru sæti, mætir UEFA-meisturum Parma á heimavelli. "Eftir sex sigurleiki í röð erum við óvænt aðeins einu skrefi frá meistaratitlinum. Við förum ekki að taka upp á því að hrasa núna," sagði Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan.

Ótrúleg

sögulok

á Ítalíu?

AC Milan hefur eins stigs forystu fyrir lokaumferðina á Ítalíu um helgina og getur með útisigri á Perugia tryggt sér 16. meistaratitil sinn. Lazio, sem er í öðru sæti, mætir UEFA-meisturum Parma á heimavelli. "Eftir sex sigurleiki í röð erum við óvænt aðeins einu skrefi frá meistaratitlinum. Við förum ekki að taka upp á því að hrasa núna," sagði Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan.

AC Milan á auðveldari leik en Lazio og því bendir flest til þess að AC Milan fagni sigri, þó ekkert sé sjálfgefið. Lazio hafði forystu í deildinni í þrjá mánuði eða þar til liðið gerði jafntefli við Fiorentina um síðustu helgi. AC Milan skaust þá framúr eftir 4:0 sigur á Empoli og má segja að liðið sé á toppnum á réttum tíma. Ekkert nema sigur getur fært Lazio titilinn. Jafntefli dugar skammt því þá eru liðin jöfn að stigum, ef Milan tapar, og fer þá fram hreinn úrslitaleikur um titilinn og yrði það þá í fyrsta sinn síðan 1964 þegar Bologna vann Inter.

Leikmenn Lazio hafa ekki gefið upp alla von. "Þessi orrusta er ekki töpuð hjá okkur enn," sagði Christian Vieri, leikmaður Lazio. Hann sagði að Perugia þyrfti nauðsynlega á sigri að halda til að forðast fall og því yrði leikurinn mjög erfiður fyrir AC Milan. Þess ber einnig að geta að Perugia er mjög sterkt á heimavelli, hefur unnið tíu leiki og tapað aðeins þremur á tímabilinu. Á móti kemur að Perugia hefur ekki unnið AC Milan á heimavelli í 21 ár.