DAVID M. Brewer, sem verið hefur aðstoðarforstjóri Columbia Ventures Corporation, hefur tekið við stjór á daglegum rekstri fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu. Í verkahring Brewers verða meðal annars öll rekstrarleg tengsl við Norðurál hf. á Grundartanga en eigandinn, Kenneth D. Peterson, verður áfram stjórnarformaður.
Columbia Ventures

Breytingar á stjórnun

DAVID M. Brewer, sem verið hefur aðstoðarforstjóri Columbia Ventures Corporation, hefur tekið við stjór á daglegum rekstri fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu.

Í verkahring Brewers verða meðal annars öll rekstrarleg tengsl við Norðurál hf. á Grundartanga en eigandinn, Kenneth D. Peterson, verður áfram stjórnarformaður. Mun hann nú einbeita sér enn frekar að stefnumótun Columbia Ventures og þróunarverkefnum.

Brewer hefur starfað hjá Columbia Ventures í 10 ár og hefur 30 ára reynslu að baki í áliðnaðinum.