ALDREI hafa fleiri áhorfendur verið á leikjunum í efstu deild í Englandi en á nýloknu tímabili. 11,5 milljónir áhorfenda sáu leikina og er það 5% aukning frá í fyrra þegar nýtt met var slegið. 30.681 áhorfandi var að meðaltali á leik í vetur, sem er 4,8% aukning frá í fyrra. Sem dæmi um hve áhorfendum hefur fjölgað síðustu ár, þá var meðalaðsókn á leik árið 1992 aðeins 21.125.

Metaðsókn

í Englandi ALDREI hafa fleiri áhorfendur verið á leikjunum í efstu deild í Englandi en á nýloknu tímabili. 11,5 milljónir áhorfenda sáu leikina og er það 5% aukning frá í fyrra þegar nýtt met var slegið. 30.681 áhorfandi var að meðaltali á leik í vetur, sem er 4,8% aukning frá í fyrra. Sem dæmi um hve áhorfendum hefur fjölgað síðustu ár, þá var meðalaðsókn á leik árið 1992 aðeins 21.125. Aukningin er því 45% á sjö árum.