Svartfellingar mótmæla júgóslavneska hernum YFIR fjögur þúsund Svartfellingar héldu út á götur Cetinje, sem er um 30 km suðvestur af höfuðborginni Podgorica, í gær. Vildi fólkið mótmæla aukinni viðveru hergagna og hermanna í júgóslavneska hernum í Cetinje, sem er um 30 km suðvestur af höfuðborginni.
Svartfellingar mótmæla

júgóslavneska hernum

YFIR fjögur þúsund Svartfellingar héldu út á götur Cetinje, sem er um 30 km suðvestur af höfuðborginni Podgorica, í gær. Vildi fólkið mótmæla aukinni viðveru hergagna og hermanna í júgóslavneska hernum í Cetinje, sem er um 30 km suðvestur af höfuðborginni. Fáninn sem sést á myndinni er sá sami og Svartfellingar flögguðu er þeir héldu í átök á miðöldum.

Mótmælin endurspegla þá miklu spennu sem vaxið hefur milli íbúanna og hernaðaryfirvalda, um það hver hafi yfirráð yfir landamærunum. Sífellt fleiri fregnir hafa borist af hermönnum sem gerast liðhlaupar úr herjum Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu. Þarlend yfirvöld neituðu hins vegar í gær að brestir væru að myndast innan hersins. Erfitt er að fylgjast með fjölda liðhlaupa en nú er talið að um 2.000 hermenn hafi flúið átakasvæði í Kosovo. Eins og stendur byggja Vesturlönd vitneskju sína á upplýsingum sem borist hafa frá njósnurum og öðrum aðilum í Júgóslavíu. Sérfræðingar í leyniþjónustum á Vesturlöndum vinna nú að því að koma upp áreiðanlegra upplýsingakerfi og komast yfir haldbærar upplýsingar um það hvaða hermenn þetta eru, hvernig stöðu þeir hafa gegnt og hvort aðrir hafi komið í þeirra stað.

AP