KENNARI og skólastjóri hófu skothríð á nemendur í framhaldsskóla í Suður-Afríku á fimmtudag með þeim afleiðingum að einn nemandi lést og tveir særðust. Nemendurnir við Zithokozise framhaldsskólann í Durban höfðu reiðst mjög og kastað steinum að kennurunum er þeir uppgötvuðu að þeir höfðu verið látnir borga of hátt gjald fyrir vettvangsferð á vegum skólans.
Suður-Afríka

Kennarar

skutu nemanda

Durban. AP

KENNARI og skólastjóri hófu skothríð á nemendur í framhaldsskóla í Suður-Afríku á fimmtudag með þeim afleiðingum að einn nemandi lést og tveir særðust.

Nemendurnir við Zithokozise framhaldsskólann í Durban höfðu reiðst mjög og kastað steinum að kennurunum er þeir uppgötvuðu að þeir höfðu verið látnir borga of hátt gjald fyrir vettvangsferð á vegum skólans.

Nemendurnir kröfðust þess að fá mismuninn endurgreiddan. Er kennararnir höfnuðu beiðninni hófu nemendur að kasta steinum í kennarana.

Að sögn talsmanns menntamálanefndar lokuðu kennararnir sig inni á bókasafni af hræðslu við að nemendurnir gerðu þeim mein. Svo virtist sem kennararnir hefðu hafið skothríðina er nemendurnir reyndu að brjótast inn, með fyrrnefndum afleiðingum.

Var skólanum lokað eftir atvikið og mættu kennararnir fyrir rétt í gær. Þeir sögðust hafa framið verknaðinn í sjálfsvörn.