Á ANNAN tug Reykvíkinga létu slökkviliðið vita um eld í Grafarvogi síðdegis í gær. Slökkvilið, sjúkraflutningamenn og lögreglumenn voru samstundis sendir á staðinn. Þegar bílarnir mættu á "brunastað" kom í ljós að enginn eldur logaði, heldur hafði mikill reykur myndast við það að gömul grafa var sett í gang. Menn höfðu á orði að nær hefði verið að kalla mengunareftirlitsmenn á staðinn.

Gangsetning

gröfu orsakaði

brunaútkall

Á ANNAN tug Reykvíkinga létu slökkviliðið vita um eld í Grafarvogi síðdegis í gær. Slökkvilið, sjúkraflutningamenn og lögreglumenn voru samstundis sendir á staðinn. Þegar bílarnir mættu á "brunastað" kom í ljós að enginn eldur logaði, heldur hafði mikill reykur myndast við það að gömul grafa var sett í gang. Menn höfðu á orði að nær hefði verið að kalla mengunareftirlitsmenn á staðinn.