HRYSSAN Sól eignaðist lítið folald í fyrradag, en þegar hún kastaði var jörð snævi þakin þrátt fyrir að um mánuður sé liðinn af sumri. Hryssan er í eigu Ólafs Skúlasonar í Laxalóni, sem staðsett er rétt innan bæjarmarka við Grafarholt. Þegar folaldið leit dagsins ljós kviknaði strax hugmynd að nafni, en vel þykir koma til greina að nefna hestinn Snæ.
Kastaði í sumarsnjónum

HRYSSAN Sól eignaðist lítið folald í fyrradag, en þegar hún kastaði var jörð snævi þakin þrátt fyrir að um mánuður sé liðinn af sumri. Hryssan er í eigu Ólafs Skúlasonar í Laxalóni, sem staðsett er rétt innan bæjarmarka við Grafarholt. Þegar folaldið leit dagsins ljós kviknaði strax hugmynd að nafni, en vel þykir koma til greina að nefna hestinn Snæ.

Kristín Snorradóttir stendur álengdar og fylgist með Sól huga að Snæ í sumarsnjónum.

Morgunblaðið/Örn Arnarsson