ÍSLENSKA landsliðið í tennis sigraði í A-riðli 4. deildar Davis-bikarsins sem lauk á Möltu í gær og færist því upp um styrkleikaflokk. Þetta er besti árangur sem íslenska landsliðið hefur náð og leikur það í 3. deild að ári. Ísland sigraði Kýpur, 2:1, í gær og hafði áður unnið Eþíópíu 3:0, Súdan 3:0 og Möltu 2:1. Íslenska liðið vann því alla leiki sína í riðlinum.
TENNIS Ísland upp um styrkleikaflokk

ÍSLENSKA landsliðið í tennis sigraði í A-riðli 4. deildar Davis-bikarsins sem lauk á Möltu í gær og færist því upp um styrkleikaflokk. Þetta er besti árangur sem íslenska landsliðið hefur náð og leikur það í 3. deild að ári. Ísland sigraði Kýpur, 2:1, í gær og hafði áður unnið Eþíópíu 3:0, Súdan 3:0 og Möltu 2:1. Íslenska liðið vann því alla leiki sína í riðlinum. Þetta er í fjórða sinn sem Ísland tekur þátt í þessari keppni og hafði aldrei áður náð ofar en í fjórða sæti riðlakeppninnar.

Íslenska landsliðið, sem þeir Arnar Sigurðsson, Raj Bonifacius og Davíð Halldórsson skipa, heldur frá Möltu í dag til Liechtenstein og tekur þar þátt í Smáþjóðaleikunum sem verða settir á mánudagskvöld.