Leðjuslagur á Akureyri Leikur KA og Víðis í 1. deildinni fór fram á malarvelli KA í norðan bruna og ausandi rigningu. Eins og nærri má geta verður leiksins ekki minnst fyrir áferðarfallega knattspyrnu og voru áhorfendur og leikmenn fegnastir því andartaki er leðjuslagurinn var flautaður af. Úrslitin voru sanngjörn, 1:1.
Leðjuslagur á Akureyri Leikur KA og Víðis í 1. deildinni fór fram á malarvelli KA í norðan bruna og ausandi rigningu. Eins og nærri má geta verður leiksins ekki minnst fyrir áferðarfallega knattspyrnu og voru áhorfendur og leikmenn fegnastir því andartaki er leðjuslagurinn var flautaður af. Úrslitin voru sanngjörn, 1:1. Snarpur vindur setti mark sitt á leikinn og sóttu heimamenn skáhallt undan honum í fyrri hálfleik og voru öllu frískari. Uppskeran var þó ekki mikil, eitt rangstöðumark, gott færi hjá Þorvaldi Makan, síðan mark frá honum og skemmtilegt langskot Atla Þórarinssonar undir lokin. Markið gerði Þorvaldur beint úr aukaspyrnu á 34. mínútu. Í seinni hálfleik sóttu Víðismenn af krafti og uppskáru mark á 53. mínútu. Það gerði Gunnar Sveinsson eftir að KA-mönnum mistókst að hreinsa frá eftir hornspyrnu.Víðir var áfram sterkari en bæði liðin fengu þokkaleg færi en sættust á skiptan hlut. Enginn skaraði fram úr og verður maður leiksins valinn af handahófi. Maður leiksins:

Ásgeir Ásgeirsson, KA. Stefán Þór Sæmundsson skrifar