Virða skyldu vormenn gerla víðernisins töframátt jarðnesk stjarnan megi merla móti bjartri himingátt náttúrunnar nistisperla natið samspil tímans ferla landsins ásýnd lyftir hátt.


BJÖRN GUÐNI

GUÐJÓNSSON

VÍÐERNI

ÍSLANDS

Virða skyldu vormenn gerla

víðernisins töframátt

jarðnesk stjarnan megi merla

móti bjartri himingátt

náttúrunnar nistisperla

natið samspil tímans ferla

landsins ásýnd lyftir hátt.Auði lands má aldrei glata

áformin þó gerist djörf

meðalveg skal mannkyn rata

til móts við brýna orkuþörf

fyllist moði jarðar jata

jarma hjarðir, veröld hata

aðgát helgist aldahvörf.Grasi ofnir Eyjabakkar

ógnargljúfur Jökulsár

hlemmisandar, hæðir, slakkar

Herðubreiðar fögru slár

glitábreiða, gróðurstakkar

Guði sínum tilurð þakkar

fjallahringur fagurblár.Augu heimsins eru á höttum

eftir því sem prýðir Frón

hrjóstrinu með hlíðum bröttum

hálendisins ferska tón

að mæla slíkt í megavöttum

mannonsauði og tekjusköttum

yrði jarðar ómælt tjón.

Höfundurinn er verzlunarmaður í Reykjavík.