NIÐURSTÖÐUR blóðprufu sem tekin var á nýfæddum syni brasilísku fyrirsætunnar Luciana Gimenez sýna að faðir drengsins er rokkarinn Mick Jagger. Rokkarinn er því orðinn sjö barna faðir. Haft var eftir vini Jaggers áður en niðurstöðurnar urðu ljósar á fimmtudag að öruggt væri að Jagger myndi sinna nýfæddum syni sínum af alúð ef í ljós kæmi að hann væri örugglega faðirinn.
Jagger á barnið

NIÐURSTÖÐUR blóðprufu sem tekin var á nýfæddum syni brasilísku fyrirsætunnar Luciana Gimenez sýna að faðir drengsins er rokkarinn Mick Jagger. Rokkarinn er því orðinn sjö barna faðir. Haft var eftir vini Jaggers áður en niðurstöðurnar urðu ljósar á fimmtudag að öruggt væri að Jagger myndi sinna nýfæddum syni sínum af alúð ef í ljós kæmi að hann væri örugglega faðirinn. Nú er það ljóst og spurning hvaða áhrif nýtt barn utan hjónabands hefur á hjónabandsraunir þeirra Jerry Hall.

NÝFÆDDUR sonur Luciana Gimenez er sonur rokkarans Mick Jagger.