Borgarnesi-Tal og Íslenska úvarpsfélagið hafa reist um 30 m hátt fjarskiptamastur í Borgarnesi á hæð sem innfæddir kalla "Brennuholt" (sumir hafa nefnt þetta Vörðuholt). Þar var fyrir mastur í eigu Íslenska útvarpsfélagsins. Nýja mastrinu er ætlað að leysa það eldra af hólmi. Verður eldra mastrið tekið niður þegar búið er að flytja búnað úr því yfir í hið nýja.
Nýtt fjarskiptamastur í Borgarnesi

Borgarnesi - Tal og Íslenska úvarpsfélagið hafa reist um 30 m hátt fjarskiptamastur í Borgarnesi á hæð sem innfæddir kalla "Brennuholt" (sumir hafa nefnt þetta Vörðuholt). Þar var fyrir mastur í eigu Íslenska útvarpsfélagsins.

Nýja mastrinu er ætlað að leysa það eldra af hólmi. Verður eldra mastrið tekið niður þegar búið er að flytja búnað úr því yfir í hið nýja. Að sögn forráðamanna Tals breytir þetta miklu í framtíðinni varðandi öll fjarskipti því eldra mastrið var orðið úrelt. Mun nýja aðstaðan nýtast fleirum en Tali og Íslenska útvarpsfélaginu, og er ekki fráleitt að Landssíminn muni einnig hafa góð not af henni.

Ýmsir Borgnesingar hafa spurt hvers vegna mastrið væri ekki fært út úr bænum. Það væri sjónmengun af því. Tals-menn sögðu að Borgarnes væri mjög erfitt svæði og með því að flytja mastrið út fyrir bæinn yrðu skilyrðin ekki eins góð. Því myndu íbúarnir ekki una.

Það voru Keflavíkurverktakar sem reistu mastrið undir stjórn verkstjórans Gretars Magnússonar, fyrrum knattspyrnukappa úr ÍBK.

Morgunblaðið/Ingimundur NÝJA mastrið sem Tal og Íslenska útvarpsfélagið hafa reist í Borgarnesi. Eldra mastrið verður tekið niður.