Guðleif Jónsdóttir

Elsku langamma. Okkar innilegustu þakkir skaltu fá fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og fyrir allan þann stuðning sem þú hefur veitt okkur systrum í lífinu. Við höfum verið lánsamar að hafa þig svona lengi hjá okkur og minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Vertu sæl, elsku amma. Svandís og Sandra.