SVEINBJÖRG BRANDSDÓTTIR

Sveinbjörg Brandsdóttir fæddist 11. september 1906 á Fróðastöðum í Hvítársíðu. Hann lést á Akranesi 15. maí síðastliðinn. Foreldrar: Brandur Daníelsson, f. 14. júlí 1855, d. 4. des. 1936 og Þuríður Sveinbjarnardóttir, f. 3. ágúst 1868, d. 29. maí 1948. Sveinbjörg starfaði við barnakennslu áður en hún giftist. M. 30. júní 1929, Einar Kristleifsson, f. 7. júní 1896 á Uppsölum í Hálsasveit, d. 14. október 1982. Foreldrar: Kristleifur Þorsteinsson, f. 5. apríl 1861, d. 1. október 1952 og kona hans Andrína Guðrún Einarsdóttir, f. 31. ágúst 1859, d. 25. jan. 1899. Sveinbjörg og Einar bjuggu á Signýjarstöðum í Hálsasveit, Borg., 1929- 1931, Fróðastöðum, Hvítársíðu, Mýr., 1931-1943, síðan í Runnum, Reykholtsdal, Borg., nýbýli sem þau byggðu úr Stóra-Kroppslandi. Börn þeirra: 1) Ingibjörg Einarsdóttir, f. 22. ágúst 1930 á Signýjarstöðum í Hálsasveit, listmálari. Sambýlismaður Guðni Sörensen. Börn hennar: a) Sigrún Aðalheiður Ámundadóttir, skrifstofumaður. b) Sveinbjörn Einar Ámundason, vélvirkjameistari. 2) Brandur Fróði Einarsson, f. 21. okt. 1931, f.v. lögregluvarðstjóri. Kona Þuríður Skarphéðinsdóttir. Börn þeirra: a) Margrét Brandsdóttir, meinatæknir. b) Sveinbjörn Brandsson, bæklunarskurðlæknir. c) Einar Brandsson, rekstrartæknifræðingur. d) Magnús Daníel Brandsson, sparisjóðsstjóri. e) Kristín Sigurlaug Brandsdóttir, lögregluþjónn. f) Soffía Guðrún Brandsdóttir, snyrtifræðingur. g) Kristleifur Skarphéðinn Brandsson, sjúkraþjálfari. 3) Kristleifur Guðni Einarsson, f. 23. maí 1933, forstjóri. Kona hans var Bergljót Kristjánsdóttir. Dætur þeirra: a) Þórdís Guðrún Kristleifsdóttir, BA í íslensku. b) Guðný Kristleifsdóttir; matartæknir. 4) Ásta Einarsdóttir, f. 30. jan. 1940, þroskaþjálfi. Maður Friðbjörn Guðni Aðalsteinsson, lögregluvarðstjóri. Börn þeirra: a) Klara Sveinbjörg Guðnadóttir, tækniteiknari. b) Birgir Guðnason, bifvélavirki. c) Eygló Guðnadóttir, nemandi. d) Ingi Aðalsteinn Guðnason, sjómaður og Baadermaður. 5) Sigríður Einarsdóttir, afgreiðslumaður. Maður Þorvaldur Pálmason, kennari. Börn: a) Alda María Traustadóttir, safnvörður. b) Einar Steinþór Traustason, forstjóri. c) Anney Þórunn Þorvaldsdóttir, skrifstofumaður. d) Guðrún Þorvaldsdóttir, nemandi.

Útför Sveinbjargar fer fram frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.