ÁSTA SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR

Ásta Sigrún Guðjónsdóttir var fædd í Varmadal á Rangárvöllum þann 5. september árið 1905. Foreldrar hennar voru Anna Kristín Jóhannsdóttir og Guðjón Jónsson. Ásta var ung sett í fóstur hjá hjónunum Helgu Runólfsdóttur og Jóni Jónssyni að Króktúni í Hvolhreppi og kallaði Ásta þau alltaf foreldra sína.

Ásta fluttist ung til Vestmannaeyja og þar kynntist hún eiginmanni sínu Valtý Brandssyni f. 3. júní 1901, d. 1. apríl 1976 og tóku þau hjúskap þann 1. nóvember árið 1930. Ásta og Valtýr hófu búskap á Hvoli í Vestmannaeyjum og bjuggu þau þar í 14 ár. Þaðan fluttu þau í gamlan hermannabragga sem stóð við Strembugötu og að lokum byggðu þau sér reisulegt einbýlishús að Strembugötu 10. Árið 1980 flutti Ásta að Eyjahrauni 1 sem eru þjónustuíbúðir aldraðra og bjó hún þar allt þangað til 2 mánuðum fyrir andlát sitt en þá flutti hún sig um set að Hraunbúðum.

Ásta og Valtýr eignuðust 13 börn og ólu þar að auki upp fyrsta barnabarn sitt. Börn þeirra eru: 1) Helga fædd 21. júlí 1928 gift Birni Björnssyni og eiga þau 2 dætur saman en Helga á 1 dóttur fyrir, sem eins og áður sagði Ásta og Valtýr ólu upp. Helga og Björn eru búsett í Garðabæ. 2) Jóhanna fædd 17. júní 1930, gift Þórarni Brynjari Þórðarsyni og eiga þau 6 börn, 21 barnabarn og 9 barnabarnabörn. Þau eru búsett í Keflavík. 3) Óskírð fædd 12. júlí 1931, dáin 7. september 1931. 4) Ása fædd 7. ágúst 1933, dáin 24. apríl 1981. Hún var gift Georg Sigurðssyni og áttu þau 4 syni, 9 barnabörn og 1 barnabarnabarn. 5) Vilborg fædd 17. mars 1936, dáin 3. júlí 1938. 6) Sveinn fæddur 4. apríl 1937, kvæntur Kristínu Rósu Jónasdóttur og ólu þau upp 3 börn. Þau eiga einnig 12 barnabörn og 1 barnabarnabarn. Þau eru búsett í Hafnarfirði. 7) Guðbrandur fæddur 5. ágúst 1939, kvæntur Hrefnu Jónsdóttur og eiga þau 2 börn og 4 barnabörn. Þau eru búsett í Njarðvík. 8) Ástvaldur fæddur 5. febrúar 1941, kvæntur Halldóru Sigurðardóttur og eiga þau 3 dætur og 7 barnabörn. Þau eru búsett í Vestmannaeyjum. 9) Auðberg Óli fæddur 15. desember 1944, dáinn 5. júní 1994. Hann var kvæntur Margréti S. Óskarsdsóttur og áttu þau saman 3 börn. 10) Kristín fædd 22. september 1946, gift Gunnari Árnasyni og eiga þau saman 3 börn og 1 barnabarn. Þau eru búsett í Vestmannaeyjum. 11) Jón fæddur 17. apríl 1948, kvæntur Þórhildi Guðmundsdóttur og eiga þau 2 syni. Þau eru búsett í Vestmannaeyjum. 12) Sigríður fædd 18. maí 1949, dáin 19. október 1953. 13) Óskar fæddur 7. mars 1951, kvæntur Jóhönnu M. Þórðardóttur og eiga þau 2 syni. Þau eru búsett í Vestmannaeyjum. 14) Fósturdóttir þeirra hjóna heitir Ásta María Jónasdóttir fædd 22. október 1946, gift Hallgrími Júlíussyni og eiga þau 3 börn og 3 barnabörn. Þau eru búsett í Vestmannaeyjum.

Ásta lifði við góða heilsu þar til hún veiktist þann 3. maí og lést hún að Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum þann 10. maí. Útför Ástu verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum þann 22. maí klukkan 14.