Ásta Sigrún Guðjónsdóttir Ég vildi, móðir, grípa orðsins auð

og óði miðla þér. Af gulli snauð

er hönd mín enn og eflaust mun svo löngum.

En mér er einnig stirt um tungutak,

þó töfri lindasuð og fuglakvak

og þytur blæs í grasi og skógargöngum.Hvað get ég, móðir, sagt um öll þau ár,

sem okkur gafstu, sælu þína og tár?

Ég veit þú hefur vakað, þráð og beðið.

Og einhvernveginn er það svo um mig,

að allt hið besta finnst mér sagt um þig,

sem aðrir hafa um aðrar mæður kveðið.Samt vel ég mér að þegja um lífsstarf þitt.

En þakkir fyrir veganestið mitt

ég vildi þér í litlu ljóði inna.

Og þó að börn þín verði vaxnir menn,

þau vildu fegin mega njóta enn

um langan aldur móðurmunda þinna.

(Jakobína Sig.) Blessuð sé minning Ástu Sigrúnar Guðjónsdóttur.

Þinn sonur

Óskar.