Sveinbjörg Brandsdóttir Í vöggugjöf sú von er gefin,

þó verði erfið hinstu skrefin.

Að aftur bláni himinhvelin,

það heiði eftir dimmu élin.Ævistarfið búi og börnum,

baráttunni á vegi förnum,

helgaðir með sanni og sóma,

þú sást þar lífsins helgidóma.Í nýrri vídd í nýjum heimi

náðin Drottins um þig streymi.

Stigin upp úr æskubrunnum

aftur komin heim að Runnum.

Kristján Árnason, Skálá.