Bjargey Bíbí Kristjánsdóttir Þú áttir þér heim, þar sem himinn er tær,

og hlæjandi blómálfar svífa.

Og þér voru blessuðu blómin þín kær,

að búa þeim velsæld og hlífa.Þitt líf var ei kapphlaup um virðing og völd,

né veraldar prjálið hið dýra.

Þú lést ekki margslungna umbrota öld,

ævinni þrúgandi stýra.Þú varðveittir barnið í sinni og sál,

við söknum þín hjartkæra frænka.

Börnin mín skynja í minning þitt mál,

er móar og brekkurnar grænka.Og ekki þarf heldur neinn hreinsunareld,

handan við mærin að kveikja.

Því Bíbba hún gengur nú brosandi í kvöld,

með blómum og englum til leikja.

Erla Bjargmundsdóttir og fjölskylda.