Guðrún Beinteinsdóttir Við systkynin, börn Ólafs Beinteinssonar og Sigurveigar Hjaltested, langar að kveðja þig með fáeinum orðum.

Okkur langar að þakka fyrir þína miklu glaðværð, þitt góða og milda skap og þína skemmtilegu músikhæfileika sem við höfum fengið að njóta í gegnum árin. Við kveðjum þig með þessum orðum.

Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi,

hafðu þökk fyrir allt og allt.

Gekkst þú með Guði,

Guðs þér nú fylgi,

hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.

(Vald. Briem.) Við vottum öllum okkar dýpstu samúð.

Lárus H. Ólafsson, Ólafur B. Ólafsson, Emilía Ólafsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og fjölskyldur.