GRÍMUR JÓNSSON

Grímur Jónsson fæddist 6. ágúst 1927 á Ísafirði. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. maí síðastliðinn.

Foreldrar hans voru Jón Grímsson, málafærslumaður á Ísafirði, f. 18. des. 1887, d. 25. september 1977 og Ása Thordarson, húsfreyja, f. 18. maí 1892, d. 15. maí 1971. Systkini Gríms eru: Hjörtur loftskeytamaður, f. 16. nóvember 1915, d. 10. janúar 1993, Finnur Th. skrifstofumaður, f. 25. ágúst 1918, d. 6. júní 1976, Steinunn Hunt skrifstofumaður, f. 25. ágúst 1920, Árni Þorvaldur skipstjóri, f. 24. ágúst 1923, Inga Þórhildur skrifstofumaður, f. 12. október 1929 og Ragnar Áki sölumaður, f. 20. júlí 1932.

Grímur kvæntist 5. nóvember 1950 eftirlifandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Bárðardóttur, f. 16. maí 1924. Börn þeirra eru: 1) Rúnar Þröstur forstjóri, f. 15. júní 1949. Maki: Jóna Magnúsdóttir. Þau eiga tvö börn. 2) Sigurður kvikmyndagerðarmaður, f. 20. mars 1951. Maki 1: Hólmfríður Sigurðardóttir. Þau eiga tvö börn. Maki 2: Angelika Andrees. 3) Jón skipstjóri, f. 20 september 1954. Maki: Linda Grímsson. Þau eiga tvær dætur. 4) Sigrún skíðakennari, f. 13. nóvember 1955. Maki 1: Birgir Aspar. Þau eiga einn son. Maki 2: Magnús Már Kristinsson. 5) Ása kennari, f. 12. júní 1957. Maki: Sigurjón Guðmundsson Þau eiga fjögur börn. 6) Bárður Jón verksmiðjustjóri, f. 18. desember 1958. Maki: Aðalheiður S. Sigurðardóttir. Þau eiga tvö börn.

Grímur lauk loftskeytaprófi árið 1948 og starfaði sem loftskeytamaður á togurum frá árinu 1948 til 1957 og hjá Landhelgisgæslunni frá 1957 til 1963. Hann starfaði fyrir Flugmálastjórn frá 1963 til 1994. Grímur bjó lengst af á Ísafirði en flutti 1994 til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka.

Grímur verður jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi í dag kl. 14.