FERÐASKRIFSTOFA Guðmundar Jónassonar hefur í samvinnu við Helga Benediktsson og David Oswin skipulagt nokkrar gönguferðir í Himalaya í haust og á næsta ári, nánar tiltekið í Nepal, Indlandi og Tíbet. Gönguferðirnar eru á flestra færi og innfæddir munu sjá um allan farangur og matseld. 13. sept. 1999. Tíbet/Nepal, tuttugu og þriggja daga ferð. Flogið til Katmandú og Lhasa. M.a.
FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR

Um fjöll

og firnindi

í Himalaya

FERÐASKRIFSTOFA Guðmundar Jónassonar hefur í samvinnu við Helga Benediktsson og David Oswin skipulagt nokkrar gönguferðir í Himalaya í haust og á næsta ári, nánar tiltekið í Nepal, Indlandi og Tíbet. Gönguferðirnar eru á flestra færi og innfæddir munu sjá um allan farangur og matseld.

13. sept. 1999. Tíbet/Nepal, tuttugu og þriggja daga ferð. Flogið til Katmandú og Lhasa. M.a. gengið í aðalbúðir Everest og Cho Oyu. Verð 430.800 krónur.

27. okt. 1999. Nepal/Langatang, tuttugu og sex daga ferð. Á dagskrá er m.a. ferð um Langtang og Gosainkund, heilögu vötnin og Chitwan þjóðgarð. Verð 294.000 krónur.

15. jan. 2000. Indland/Rajastan, sautján daga ferð. M.a. verður farið til Taj Mahal, Amber virkisins, Jaipur, ferðast á fílsbaki og farið með úlföldum út í eyðimörkina. Gist verður á fyrsta flokks hótelum og í konunglegum höllum. Verð 248.000 krónur.

12. feb. 2000. Ævintýraferð Nepal, átján dagar. Fjögurra daga ganga, víða komið við í Nepal, farið á fílsbak um villidýraslóðir í Chitwan þjóðgarðinum, bátsferð. Skoðunarferðir í Katmandú. Verð 258.000 krónur.

13. sept. 2000. Tíbet/Nepal, tuttugu og þrír dagar, sambærileg ferð við þá sem farin er 13. sept. 1999.

16. sept. 2000. Nepal/Mustang, fjórar vikur. Mustang er fornt tíbeskt konungsríki við landamæri Nepal og Tíbet. Afskekkt og fáfarið. Farið verður á villidýraslóðir í Chitwan þjóðgarðinum. Verð 405.000 krónur.

23. sept. 2000. Nepal/Mustang, þrjár vikur. Flogið verður til Jomsom. Verð 368.000 krónur.

14. okt. 2000. Nepal/Everest, tuttugu og þrír dagar. M.a. gönguferð að rótum hæsta fjalls í heimi. Verð 297.000 krónur.

3. nóv. 2000. Sikkim/Kanchenjunga, tuttugu og þrír dagar. M.a. gengið að þriðja hæsta fjalli heims. Flogið til Sikkim í gegnum Delhi. Verð 334.000 krónur.

Morgunblaðið/Helga Kristín Einarsdóttir FRÁ Katmandú, höfuðborg Nepals.