Dagbók HÍ 30. maí­5. júní. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagur 31. maí: Málstofa um rannsóknir á tileinkun orðaforða og ritun á erlendum málum. Stofnun í erlendum tungumálum gengst fyrir málstofu 31. maí n.k.

Dagbók

Háskóla

Íslands

Dagbók HÍ 30. maí­5. júní. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is

Mánudagur 31. maí:

Málstofa um rannsóknir á tileinkun orðaforða og ritun á erlendum málum. Stofnun í erlendum tungumálum gengst fyrir málstofu 31. maí n.k. um tileinkun orðaforða og ritun á erlendum málum, einkum á háskólastigi. Birgit Henriksen og Dorte Albrechtsen, lektorar við enskudeild Kaupmannahafnarháskóla, munu leiða málstofuna og gera grein fyrir rannsóknum á þessu sviði. Tungumálakennarar við háskólann svo og aðrir kennarar sem áhuga hafa á málstofunni eru beðnir að hafa samband. Nánari upplýsingar um málstofuna verða birtar innan tíðar.

Þriðjudagur 1. júní:

Bjarki Guðmundsson mun flytja fyrirlestur sinn til meistaraprófs í líffræði. Leiðbeinandi er Valgerður Andrésdóttir. Fyrirlesturinn kallast: "Þættir sem hafa áhrif á vöxt mæði-visnu veiru í hnattkjarna átfrumum." Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu G6 á Grensásvegi 12 og hefst klukkan 16.15 stundvíslega.

Miðvikudagur 2. júní:

Dagana 2.-5. júní stendur yfir norræn ráðstefna í þýskum fræðum (Nordische Germanistentagung). Ráðstefna þessi er haldin á þriggja ára fresti á einhverju Norðurlandanna og er nú í fyrsta skipti haldin á Íslandi. Þátttakendur á ráðstefnunni eru rúmlega 50 háskólakennarar frá öllum Norðurlöndunum, þar af eru 36 með fyrirlestra auk tveggja gestafyrirlesara. Gestafyrirlestrarnir, sem eru á miðvikudag og á laugardag, eru öllum opnir. Á miðvikudag flytur gestafyrirlesarinn Dr. Hadumod Bu mann, Ludwig-Maximilians-Universität M¨unchen, fyrirlestur sem nefnist: "Der gro e Sonn" und "die Möndin" ­ Sprache und Geschlecht im internationalen Vergleich. Þar fjallar hún um málfræðileg kyn í mismunandi málum. Hadumod Bu mann kennir Germanistik við Háskólann í M¨unchen og hefur verið umboðsmaður kvenna við háskólann í M¨unchen í mörg ár. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á þýsku, hefst kl. 9.00 í stóra sal Endurmenntunarstofnunar.

Laugardagur 5. júní:

Dr. Elke Hentschel, Universität Osnabr¨uck heldur fyrirlestur sem nefnist: "Wörter auf Abwegen oder: Seit wann können Präpositionen Prädikate bilden?" Elke Hentschel er prófessor við Háskólann í Osnabr¨uck en hefur áður verið starfandi m.a. við háskólann í Frankfurt/Oder og sem DAAD-sendikennari í Belgrad. Fyrirlesturinn er hluti af norrænni ráðstefnu í germönskum fræðum (sjá fyrirlestur á miðvikudag). Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á þýsku, hefst kl. 9.00 í stóra sal Endurmenntunarstofnunar.

Námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ vikuna 31. maí­5. júní:

31. maí og 2.júní kl. 16-20. "Visual Basic for Application" í Excel 97. Kennari: Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, lektor við HÍ.

Námskeið ætluð framhaldsskólakennurum:

31. maí­2. júní kl. 9­16. Heimasíðugerð fyrir raungreinakennara. Kennarar: Ásrún Matthíasdóttir tölvunarfræðingur og Sveinn Ingi Sveinsson stærðfræðingur.

1.­3. júní kl. 9­16. Orðaforði, ritun og munnleg færni. Kennari: Birgit Henriksen og Dorte Albrechtsen, kennarar við Kaupmannahafnarháskóla.

1.­4. júní kl. 9.00­15.30. Námsgagnagerð I. Kennarar: Haukur Már Haraldsson kennari, Heimir Pálsson cand.mag., Atli Rafn Kristinsson hjá Iðnú, Hörður Bergmann hjá Hagþenki, Baldur Sigurðsson kennari, Torfi Hjartarson kennari og Salvör Gissurardóttir kennari.

2.­4. júní kl. 9­16. Upprifjun á SPSS. Kennari: Amalía Björnsdóttir aðferðafræðingur.

3.­5. júní kl. 9­16. Eðlisfræði hálfleiðara. Kennari: Hafliði P. Gíslason, prófessor við HÍ.

7.­18. júní. Menningarmiðlun í enskukennslu. Staður: Bath á Englandi.

Sýningar

Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Handritasýning opin daglega 1. júní­31. ágúst, kl. 13.00­17.00. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara.

Orðabankar og gagnasöfn

Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnasöfnum á vegum Háskóla Íslands og stofnana hans:

Íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/ob/

Landsbókasafn Íslands ­ Háskólabókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html

Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/

Rannsóknagagnasafn Íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsóknar- og þróunarstarfs: http://www.ris.is