FYRIR skemmstu voru Vegagerðinni afhentir tveir nýir Caterpillar-vegheflar. Annar veghefillinn fór til Vegagerðarinnar í Vesturlandsumdæmi og hinn fór í Reykjanesumdæmi. Vegheflarnir eru af Cat 140H ES- gerð, sem er ný kynslóð veghefla frá Caterpillar. Vegheflarnir eru mjög vel útbúnir, m.a. vökvalagnir fyrir fjölplóg, snjóvæng og malardreifara.
Vegagerðin fær nýja veghefla

FYRIR skemmstu voru Vegagerðinni afhentir tveir nýir Caterpillar-vegheflar. Annar veghefillinn fór til Vegagerðarinnar í Vesturlandsumdæmi og hinn fór í Reykjanesumdæmi. Vegheflarnir eru af Cat 140H ES- gerð, sem er ný kynslóð veghefla frá Caterpillar. Vegheflarnir eru mjög vel útbúnir, m.a. vökvalagnir fyrir fjölplóg, snjóvæng og malardreifara. Einnig er allur búnaður fyrir stjórnanda hinn fullkomnasti, segir í fréttatilkynningu frá Heklu. Myndin var tekin við afhendingu. Á myndinni eru f.v.: Gunnar Björnsson frá Heklu, Magnús Valur Jóhannesson og Richard A. Hansen frá Vegagerðinni, Sverrir Sigfússon og Snorri Árnason frá Heklu.