ÁRLEG minningarguðsþjónusta um þá sem látist hafa af völdum alnæmis fer fram í Fríkirkjunni kl. 14 í dag, sunnudag. Prestur verður Hjörtur Magni Jóhannsson og organisti Guðmundur Sigurðsson. Einsöngvari verður Bryndís Blöndal.

Minningarguðsþjónusta um þá

sem látist hafa af

völdum alnæmis

ÁRLEG minningarguðsþjónusta um þá sem látist hafa af völdum alnæmis fer fram í Fríkirkjunni kl. 14 í dag, sunnudag. Prestur verður Hjörtur Magni Jóhannsson og organisti Guðmundur Sigurðsson. Einsöngvari verður Bryndís Blöndal.

Tilefni þessa er alþjóðlegur minningardagur, hinn svokallaði "Aids Candlelight Memorial Day", og slíkur dagur er haldinn um allan heim til að minnast þeirra sem látist hafa úr alnæmi. Alnæmissamtökin á Íslandi hafa haft frumkvæði að slíkri guðsþjónustu hér á landi frá stofnun sinni, en hún fór í fyrsta sinn fram árið 1989.

Leikmenn taka þátt í guðsþjónustunni og annast ritningarlestra og eru allir hjartanlega velkomnir.