HRAFNHILDUR Arnardóttir myndlistarkona notaði óvenjulegan efnivið í skúlptúra sína á Hárstofunni Animal á fimmtudagskvöldið var. Í tilefni þess að hárstofan hefur fengið nýtt andlit fengu gestir nýtt útlit, ekki hjá lærðu hárgreiðslufólki heldur mótaði Hrafnhildur litrík og frumleg listaverk úr hári þeirra.
Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir Hárfín

listaverk

HRAFNHILDUR Arnardóttir myndlistarkona notaði óvenjulegan efnivið í skúlptúra sína á Hárstofunni Animal á fimmtudagskvöldið var. Í tilefni þess að hárstofan hefur fengið nýtt andlit fengu gestir nýtt útlit, ekki hjá lærðu hárgreiðslufólki heldur mótaði Hrafnhildur litrík og frumleg listaverk úr hári þeirra. "Þetta var gjörningur og ég gerði þetta áður í New York er ég bjó þar," sagði Hrafnhildur. "Það má segja að ég nota hár fólks eins og leirlistamaður notar leir."

Hrafnhildur er ekki með neina ákveðna hugmynd fyrirfram um hvernig listaverkið verður en skemmtanagildið er í heiðri haft og í raun er kaldhæðnin aldrei langt undan.

Morgunblaðið/Jón Svavarsson SÖLVI Magnússon skoðar listaverkið í hárinu sposkur á svip.

SALKA Sól Styrmisdóttir sat stillt og prúð meðan Hrafnhildur mótaði hár hennar.

SÖLVI, Salka Sól og Ásta Valdís buðu Hrafnhildi að gera listaverk í hárið.

LOKAHÖND lögð á verk í hári Ástu Valdísar Kristjánsdóttur.