Er einhver sem kannast við fólkið á þessum myndum? Ef svo er þá vinsamlega hafið samband við Guðrúnu A. Kristjánsdóttur, Akureyri, í síma 4621473. Bjöllur á kettina SIGRÍÐUR sem býr í Vogahverfi hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á frambæri ábendingu til kattareigenda um þeir hefðu kettina sína með bjöllu um hálsinn, sérstaklega á þessum árstíma.
Hver kannast við fólkið á myndunum?

Er einhver sem kannast við fólkið á þessum myndum? Ef svo er þá vinsamlega hafið samband við Guðrúnu A. Kristjánsdóttur, Akureyri, í síma 462 1473.

Bjöllur á kettina

SIGRÍÐUR sem býr í Vogahverfi hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á frambæri ábendingu til kattareigenda um þeir hefðu kettina sína með bjöllu um hálsinn, sérstaklega á þessum árstíma. Segir hún að í garðinum hjá sér hafi fuglar verið búnir að hreiðra um sig og farnir að byggja sér hreiður en nú séu þeir báðir farnir, kettirnir búnir að veiða þá. Sigríður segist gjarnan vilja fá að vita hvernig kattalögin nýju eru, hvaða rétt hún t.d. hafi gagnvart köttum sem nota garðinn hennar og sandkassa barnanna sem salerni?

Dýrahald

Kettlingur fæst gefins

KETTLINGUR fæst gefins. Hann er 13 vikna, kassavanur og kelinn. Hann er grár með hvítt kringum trýnið. Upplýsingar 565 8430.

Högni óskar eftir heimili

KOLSVARTUR eins árs gamall högni óskar eftir heimili. Upplýsingar í síma 551 3441 og 869 4481.

Lítill köttur óskar eftir heimili

LÍTINN og sætan kött vantar nýtt heimili. Hann er svartur með hvítt trýni og er kelinn. Upplýsingar í síma 698 2822.