KEPPNIN Ungfrú alheimur var haldin í eyríkinu Trinidad og Tobago á miðvikudag. Ungfrú Botswana, Mpule Kwelagobe nítján ára gamall verkfræðinemi, vann keppnina og var kjörin Ungfrú alheimur 1999. Mpule er þriðja stúlkan frá Afríkuríki sem vinnur keppnina frá upphafi en sigurinn kom henni algerlega á óvart.
Ungfrú alheimur Afríkumær sigrar keppnina

KEPPNIN Ungfrú alheimur var haldin í eyríkinu Trinidad og Tobago á miðvikudag. Ungfrú Botswana, Mpule Kwelagobe nítján ára gamall verkfræðinemi, vann keppnina og var kjörin Ungfrú alheimur 1999. Mpule er þriðja stúlkan frá Afríkuríki sem vinnur keppnina frá upphafi en sigurinn kom henni algerlega á óvart. Fegurðardísin segist gjarnan vilja verða forseti lands síns og sér ekkert athugavert við að ófrískar stúlkur taki þátt í keppninni en það er stranglega bannað. "Í heimalandi mínu er hátt hlutfall eyðnismitaðra og í framtíðinni langar mig að vinna fyrir þá, sérstaklega börn," sagði hún á blaðamannafundi eftir keppnina. Hún vonast einnig til að sigur sinn eigi eftir að vekja áhuga erlendra fjárfesta á Botswana.UNGFRÚ Botswana með undrunarsvip á útslitastund.