MEÐ vorinu hófust hefðbundnar gönguferðir á Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn, en undanfarin ár hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í þessum skipulögðu gönguferðum. Þá hefur þátttaka Dana aukist ár frá ári eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá ferðaskrifstofunni In Travel Scandinavia í Kaupmannahöfn.


Gengið í Kaupmannahöfn

MEÐ vorinu hófust hefðbundnar gönguferðir á Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn, en undanfarin ár hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í þessum skipulögðu gönguferðum. Þá hefur þátttaka Dana aukist ár frá ári eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá ferðaskrifstofunni In Travel Scandinavia í Kaupmannahöfn.

Gengið er að ýmsum stöðum og byggingum í Kaupmannahöfn sem tengjast sérstaklega sögu Íslendinga þar í borg, t.d. húsinu þar sem skáldið Jónas Hallgrímsson hrasaði í tröppu og að gömlu stúdentagörðunum. Einnig má nefna Árnasafn og aðalbyggingu háskólans í Kaupmannahöfn að ónefndum ýmsum krám þar sem Íslendingar hafa verið tíðir gestir fyrr og síðar.

Gangan hefst á Ráðhústorgi, nánar tiltekið á tröppunum við Ráðhúsið, kl. 11 á sunnudögum, en gengið verður alla sunnudaga í sumar til 11. september. Göngunni lýkur ýmist í húsi Jóns Sigurðssonar eða á Kóngsins Nýjatorgi, en hún tekur alls um tvær og hálfa klukkustund. Fyrir fullorðna kostar þátttaka í göngunni 100 krónur danskar, eða um þúsund krónur íslenskar, tólf til sextán ára greiða hálft gjald, en ókeypis er fyrir börn yngri en tólf ára.

RÁÐHÚSTORGIÐ í Kaupmannahöfn.