Það er ánægjulegt að fá kónginn strax fram í sviðsljósið, en það skyggir á gleðina að hann er örugglega einn á ferð, sem skapar mikla stunguhættu. Hvernig er best að spila? Það virðist blasa við að drepa á spaðaás og fara í trompið. En hvað er líklegt að gerist þá? Jú; austur mun rjúka upp með hjartaás og sæja að spaðadrottningunni með gosanum.
SUÐUR spilar tvö hjörtu og fær út spaðakóng, sem eru bæði góðar fréttir og slæmar:

Austur gefur; AV á hættu.Á86

32

765

108764

D532

KDG109

ÁG2

Á-- -- 1 spaði 2 hjörtu Pass Pass Pass

Það er ánægjulegt að fá kónginn strax fram í sviðsljósið, en það skyggir á gleðina að hann er örugglega einn á ferð, sem skapar mikla stunguhættu. Hvernig er best að spila?

Það virðist blasa við að drepa á spaðaás og fara í trompið. En hvað er líklegt að gerist þá? Jú; austur mun rjúka upp með hjartaás og sæja að spaðadrottningunni með gosanum. Við því á suður ekkert svar: drottningin hans verður trompuð og þá fást aðeins sjö slagir nema tígulhjónin séu blönk. Sem er ekki sennilegt.Á86

32

765

108764

K

654

D1084

G9532

G10974

Á87

K93

KD

D532

KDG109

ÁG2

ÁBetri kostur er að gefa fyrsta slaginn á spaðakóng! Ef vestur skiptir þá yfir í lauf, kemst suður að til að spila trompi. Austur drepur og spilar spaða, en nú er í lagi þótt vestur trompi, því hann fær ekkert nema hunda í slaginn frá sagnhafa. Vörnin er engu betur sett ef vestur spilar tígli í öðrum slag. Suður drepur þá kóng austurs og spilar hjarta. Austur drepur sem fyrr og lætur makker trompa spaða, en nú kemst austur ekki aftur inn. Það væri líka í lagi þótt austur ætti tígulhjónin, því þá yrði vörnin að byggja upp slag fyrir suður á tígulgosa.