Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til eins og hitt fólkið um bæinn. Og vorið kom og glóði um glugga mína og þil allan guðslangan daginn. Og sextán ára varð ég á vegi hins unga manns. Þá lá vorið yfir sænum. Og sumarnætur margar ég svaf í örmum hans. Ég var sælust allra í bænum.

ÞJÓÐVÍSA

Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til

eins og hitt fólkið um bæinn.

Og vorið kom og glóði um glugga mína og þil

allan guðslangan daginn.Og sextán ára varð ég á vegi hins unga manns.

Þá lá vorið yfir sænum.

Og sumarnætur margar ég svaf í örmum hans.

Ég var sælust allra í bænum.En vindar hafa borið margt visnað skógarblað

um veginn, sem við gengum,

því meðan hjörtun sofa, býst sorgin heiman að,

og sorgin gleymir engum.- -

En systur mínar, gangið þið stillt um húsið hans,

sem hjarta mitt saknar.

Ég er dularfulla blómið í draumi hins unga manns,

og ég dey, ef hann vaknar.Tómas

Guðmundsson

(1901/1983)Brot úr

ljóðinu

Þjóðvísa