STÚLKNAKÓR Tónlistarskólans í Keflavík heldur tónleika í nýjum safnaðarsal Seljakirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög, sönglög, ættjarðarlög og dægurlög, dagskrá sem kórinn söng í Bandaríkjunum um síðustu mánaðamót. Einnig mun kórinn syngja nokkur lög á ensku, sem stúlkurnar þurftu að læra fyrir kóramótið America Sings.
Stúlknaraddir í Seljakirkju

STÚLKNAKÓR Tónlistarskólans í Keflavík heldur tónleika í nýjum safnaðarsal Seljakirkju í dag, sunnudag, kl. 17.

Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög, sönglög, ættjarðarlög og dægurlög, dagskrá sem kórinn söng í Bandaríkjunum um síðustu mánaðamót. Einnig mun kórinn syngja nokkur lög á ensku, sem stúlkurnar þurftu að læra fyrir kóramótið America Sings.

Stjórnandi kórsins er Gróa Hreinsdóttir og undirleikari Karen Sturlaugsson.