FYRRVERANDI aðstoðarmaður og vinur Kúrdaleiðtogans Abdullah Öcalans var dæmdur til dauða í Tyrklandi á dögunum. Bróðir hans fékk einnig dauðadóm, en þeir voru báðir fundnir sekir um föðurlandssvik.
"Fingralausi Zeki" dæmdur til dauða

Diyarbakir. Reuters.

FYRRVERANDI aðstoðarmaður og vinur Kúrdaleiðtogans Abdullah Öcalans var dæmdur til dauða í Tyrklandi á dögunum. Bróðir hans fékk einnig dauðadóm, en þeir voru báðir fundnir sekir um föðurlandssvik.

Semdin Sakik, eða "fingralausi Zeki", eins og hann hefur verið kallaður, var einnig fundinn sekur um að hafa myrt 125 meðlimi tyrkneskra öryggissveita og 123 óbreyttra borgara í 191 skæruliðaárás. Í ákærunni segir að hann hafi sjálfur tekið þátt í 51 skæruliðaárás.

Upp úr vinskap Semdins við Öcalan slitnaði á sl. ári er sá síðarnefndi sakaði Semdin um lélega frammistöðu í átökum við tyrkneskar öryggissveitir. Öcalan dæmdi Semdin til dauða í refsingarskyni og flúði hann þá til Kúrda sem búsettir eru í Írak. Þremur vikum síðar höfðu svo tyrkneskar sérsveitir hendur í hári hans og bróður hans og fangelsuðu.