MAÐUR á bifhjóli slasaðist þegar á vegamótum Biskupstungnabrautar og Suðurlandsvegar í fyrrinótt. Að sögn lögreglu á Selfossi mættu lögreglumenn á eftirlitsferð bifhjólamanninum undir Ingólfsfjalli, á móts við Laugabakka. Radar lögreglunnar sýndi 176 km/klst. hraða á hjólinu. Að sögn lögreglu sneru lögreglumennirnir bifreið sinni við en misstu á meðan sjónar á hjólinu.

Bifhjólamaður slasaðist

MAÐUR á bifhjóli slasaðist þegar á vegamótum Biskupstungnabrautar og Suðurlandsvegar í fyrrinótt.

Að sögn lögreglu á Selfossi mættu lögreglumenn á eftirlitsferð bifhjólamanninum undir Ingólfsfjalli, á móts við Laugabakka. Radar lögreglunnar sýndi 176 km/klst. hraða á hjólinu.

Að sögn lögreglu sneru lögreglumennirnir bifreið sinni við en misstu á meðan sjónar á hjólinu. Þegar lögregla kom að mótum Biskupstungnabrautar og Suðurlandsvegar, þ.e. á gatnamótin rétt vestan við Selfoss, kom í ljós að maðurinn hafði misst stjórn á hjólinu og hafnað úti í skurði.

Að sögn Bergþóru Sigurðardóttur svæfingalæknis á gjörgæsludeild var maðurinn nokkuð alvarlega slasaður en ekki í lífshættu.