BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar afhenti nýlega Hópbílum hf. fjórar rútur, þrjár af gerðinni Renault Iliade RT og RTC, 55 og 47 farþega, og eina Renault Master Minibus, sem er 15 farþega smárúta. Renault Iliade er ný rúta frá Renault sem tekur við af FR1 sem var valin rúta ársins 1991. Helstu breytingar eru meiri lipurð í akstri, betri speglar og betri aðbúnaður fyrir ökumann.

Hópbílar

fá nýjar

rútur

BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar afhenti nýlega Hópbílum hf. fjórar rútur, þrjár af gerðinni Renault Iliade RT og RTC, 55 og 47 farþega, og eina Renault Master Minibus, sem er 15 farþega smárúta.

Renault Iliade er ný rúta frá Renault sem tekur við af FR1 sem var valin rúta ársins 1991. Helstu breytingar eru meiri lipurð í akstri, betri speglar og betri aðbúnaður fyrir ökumann. Rútan er með 340 hestafla vél, átta gíra gírkassa, ABS hemlakerfi, ASR spólvörn, diskabremsum, geislaspilara, öryggisbelti í öllum sætum, myndbandstæki, tveimur sjónvörpum o.fl.

Master Minibus er með 113 hestafla vél, olíumiðstöð, ABS hemlakerfi, 3ja punkta öryggisbelti fyrir alla farþega, geislaspilara o.fl. Verðlistaverð á Renault Master Minibus er 3.350.000 kr. til þeirra sem hafa hópferðaleyfi.

Hópbílar hf. var stofnað árið 1995 með kaupum á rekstri Pálma Larsen hf. Fyrirtækið á nú 14 rútur sem taka um 570 farþega í sæti. Þar af eru átta rútur af gerðinni Renault. Umsvif fyrirtækisins hafa aukist ár frá ári og starfa þar nú 10-20 manns.

VIÐ afhendingu á vögnunum. F.v.: Heiðar Sveinsson sölustjóri, Gísli Guðmundsson, forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla, og ????????