YFIRMAÐUR sænska heraflans, Owe Wiktorin, kynnti í vikunni tillögur um róttæka uppstokkun á sænska hernum. Tillögur hans fela m.a. í sér að minnka kostnað við herrekstur, minnka sænska herinn, sem að stærstu leyti er herskylduher, en gera hann jafnframt skilvirkari og stofna innan hans þúsund manna sérþjálfaða atvinnuherdeild.

Svíar draga úr framlögum til hermála

Stokkhólmi. Reuters.

YFIRMAÐUR sænska heraflans, Owe Wiktorin, kynnti í vikunni tillögur um róttæka uppstokkun á sænska hernum. Tillögur hans fela m.a. í sér að minnka kostnað við herrekstur, minnka sænska herinn, sem að stærstu leyti er herskylduher, en gera hann jafnframt skilvirkari og stofna innan hans þúsund manna sérþjálfaða atvinnuherdeild. Eru þessar hugmyndir nú til skoðunar hjá Björn von Sydow, varnamálaráðherra Svíþjóðar.

Sænska stjórnin hefur jafnt og þétt dregið úr framlögum til varnarmála, ekki síst vegna þess að ógnin frá Sovétríkjunum er fallin brott. Niðurskurðurinn til hermála er einnig sagður eiga rætur í því að sú ógn, sem Svíar telja helst steðja að sér um þessar mundir, kemur frá hermdarverkastarfsemi.

The Armed Forces now sees the main threat to Sweden coming from terrorists and other organisations and also electronic attacks via computers. Wiktorin leggur til að óbreyttum hermönnum verði fækkað úr 32.500 í 25.000 og öðru starfsfólki hersins úr 11.000 í 6.550. Einnig yrði þeim fækkað á ári hverju sem sinntu herskyldu, úr 18.500 í 15.000 árið 2000 og 2001.

Samfara þessum breytingum mundu sérþjálfaðir atvinnuhermenn þjóna í eitt til þrjú ár í senn og taka þátt í innlendum sem alþjóðlegum verkefnum.

Tillögurnar, sem þurfa samþykki þingsins til að taka gildi, koma í kjölfar samkomulags sem ríkisstjórnin og Miðflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, komust að í febrúar sl. Þar var ákveðið að framlög til varnarmála yrðu skorin niður um 12 milljarða sænskra króna milli 2002 og 2004.