TRYGGINGASKÓLA SÍT var slitið sl. þriðjudag. Á þessu skólaári stóðust 56 nemendur próf við skólann. Við skólaslitin voru nemendum afhent prófskírteini en frá stofnun skólans hafa verið gefin út 1.053 prófskírteini frá Tryggingaskólanum.
Tryggingaskólinn útskrifar 56

TRYGGINGASKÓLA SÍT var slitið sl. þriðjudag. Á þessu skólaári stóðust 56 nemendur próf við skólann. Við skólaslitin voru nemendum afhent prófskírteini en frá stofnun skólans hafa verið gefin út 1.053 prófskírteini frá Tryggingaskólanum.

Formaður Sambands íslenskra tryggingafélaga, Axel Gíslason, afhenti fimm nemendum bókaverðlaun fyrir góðan prófárangur. Nemendur sem verðlaun hlutu að þessu sinni voru Erlendur Fjeldsted, Sigurður Ingi Viðarsson og Vigfús Vigfússon en þeir eru allir starfsmenn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og þeir Birgir Magnússon og Jón Axel Pétursson, báðir starfsmenn Vátryggingafélags Íslands hf.

"Frá árinu 1962 hefur Samband íslenskra tryggingafélaga starfrækt skóla fyrir starfsfólk vátryggingarfélaganna undir heitinu Tryggingaskóli SÍT. Málefni skólans eru í höndum sérstakrar skólanefndar sem skipuð er fimm mönnum. Daglegan rekstur annast hins vegar Samband íslenskra tryggingafélaga. Vátryggingafélögin innan vébanda SÍT standa straum af kostnaði við rekstur skólans.

Námi í skólanum er skipt í tvo meginþætti þ.e. annars vegar langt og viðamikið grunnnám og hins vegar sérnám sem eru námskeið um afmörkuð svið vátrygginga og vátryggingastarfsemi og er ætlað þeim er lokið hafa grunnnámi. Námskeiðum skólans lýkur með prófum. Einnig gengst skólinn fyrir fræðslufundum og hefur með höndum útgáfustarfsemi," segir í fréttatilkynningu frá skólanum.