HÚN HÉLT sig þétt saman þessi myndarlega æðarfuglsfjölskylda á Tjörninni í gær. Að sögn Arnórs Sigfússonar fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun eru ungarnir á myndinni eflaust með þeim fyrstu í ár en æðarvarp, sem nú er að hefjast, stendur yfir fram undir júlímánuð. "Ég hef heyrt svona utan að mér að þetta sé svolítið seint af stað sums staðar úti á landi.
Fyrsta ferðin?

HÚN HÉLT sig þétt saman þessi myndarlega æðarfuglsfjölskylda á Tjörninni í gær. Að sögn Arnórs Sigfússonar fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun eru ungarnir á myndinni eflaust með þeim fyrstu í ár en æðarvarp, sem nú er að hefjast, stendur yfir fram undir júlímánuð. "Ég hef heyrt svona utan að mér að þetta sé svolítið seint af stað sums staðar úti á landi. En varp er nú oft fyrst á ferðinni hérna á suðvesturhorninu," segir Arnór um þennan afurðamesta fugl landsins.