"FÉLAGSMENN Vélstjórafélags Vestmannaeyja hafa ákveðið í almennri atkvæðagreiðslu að leggja félagið niður sem stéttarfélag í skilningi laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og gerast þess í stað deild innan Vélstjórafélags Íslands. Atkvæði voru talin hinn 21. maí sl. og féllu þau þannig að 57 félagsmenn samþykktu samruna félaganna en 5 voru á móti. Samruninn tekur formlega gildi hinn 1.
Vélstjórafélag Vestmannaeyja lagt niður

"FÉLAGSMENN Vélstjórafélags Vestmannaeyja hafa ákveðið í almennri atkvæðagreiðslu að leggja félagið niður sem stéttarfélag í skilningi laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og gerast þess í stað deild innan Vélstjórafélags Íslands. Atkvæði voru talin hinn 21. maí sl. og féllu þau þannig að 57 félagsmenn samþykktu samruna félaganna en 5 voru á móti. Samruninn tekur formlega gildi hinn 1. júní nk.

Félagsmenn Vélstjórafélags Suðurnesja höfðu áður samþykkt sams konar samruna við Vélstjórafélag Íslands og tók hann gildi hinn 1. maí sl," segir í fréttatilkynningu.

"Félagsmenn Vélstjórafélags Ísafjarðar munu á sama hátt ákveða inngöngu sína í Vélstjórafélag Íslands 6. júní nk. og mun því eftirleiðis einungis eitt starfandi stéttarfélag vélstjóra vera á Íslandi, Vélstjórafélag Íslands, með tæplega 2.500 félagsmenn. Félagið er önnur stærstu samtökin á íslenskum vinnumarkaði með sjómenn innan sinna vébanda á eftir Sjómannasambandi Íslands.

Nefnd sameining vélstjórafélaganna kemur til með að einfalda verulega alla kjarasamningagerð fyrir vélstjóra; á sjó og landi," segir í fréttatilkynningu frá Vélstjórafélagi Íslands.