BJARKI Guðmundsson flytur fyrirlestur sinn til meistaraprófs í líffræði þriðjudaginn 1. júní sem hann nefnir: "Þættir sem hafa áhrif á vöxt mæði-visnuveiru í hnattkjarna átfrumum." Mæði-visnuveiran tilheyrir flokki lentiveira ásamt alnæmisveirunni og veldur tvenns konar sjúkdómum í sýktu fé, annars vegar lungnabólgu (mæði) og hins vegar bólgu í miðtaugakerfi (visnu).

Fyrirlestur til

meistaraprófs

í líffræði

BJARKI Guðmundsson flytur fyrirlestur sinn til meistaraprófs í líffræði þriðjudaginn 1. júní sem hann nefnir: "Þættir sem hafa áhrif á vöxt mæði-visnuveiru í hnattkjarna átfrumum."

Mæði-visnuveiran tilheyrir flokki lentiveira ásamt alnæmisveirunni og veldur tvenns konar sjúkdómum í sýktu fé, annars vegar lungnabólgu (mæði) og hins vegar bólgu í miðtaugakerfi (visnu). Aðalmarkfrumur visnuveiru eru hnattkjarna átfrumur sem einnig eru mikilvægar markfrumur HIV-sýkingar. Rannsóknir Bjarka hafa beinst að því að finna stökkbreytingar í genamengi visnuveira sem hafa áhrif á sýkingarmátt veirunnar og geta leitt til aukins skilnings á fjölgunarferli hennar.

Bjarki hefur stundað rannsóknir sínar á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum undir handleiðslu dr. Valgerðar Andrésdóttur.

Fyrirlesturinn verður haldinn á Grensásvegi 12 í stofu G6 klukkan 16.15 og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.