Framleiðendur: John Perrin Flynn. Leikstjóri: Jean de Segonzag. Handritshöfundar: John M. Gar og Anthony Haywood. Byggt á sögu Dennis Rodman og Tim Keown. Aðalhlutverk: Dwayne Adaway. (92 mín) Bandarísk. Skífan, maí 1999. Öllum leyfð.
Hreinskilinn Rodman Ég á mig sjálfur (Bad as I Wanna Be) Heimildarmynd Framleiðendur: John Perrin Flynn. Leikstjóri: Jean de Segonzag. Handritshöfundar: John M. Gar og Anthony Haywood. Byggt á sögu Dennis Rodman og Tim Keown. Aðalhlutverk: Dwayne Adaway. (92 mín) Bandarísk. Skífan, maí 1999. Öllum leyfð.

NBA-leikmaðurinn Dennis Rodman er mörgum kunnur fyrir kraftmikinn körfubolta og djarfa ímynd sína. Í þessari leiknu heimildarmynd segir kappinn sögu sína frá því að hann var vandræðaunglingur í fátæktarhverfum Dallas- borgar til dagsins í dag. Myndin er byggð á sjálfsævisögu Rodmans sem vakti bæði athygli og hneykslan er hún kom út. Í myndinni, líkt og í bókinni, er Rodman sérlega hreinskilinn í lýsingum á sjálfum sér og andrúmslofti NBA-deildarinnar sem margir hafa gagnrýnt fyrir að hafa meiri áhuga á peningum en boltanum. Megináherslan er þó á þroskabraut Rodmans sjálfs, sem sýnir feimnislaust, hvernig hann þroskaðist úr hálfgerðri álku í þann djarfa og frjálslynda einstakling sem hann er nú (eða segist vera). Myndin hefur jafnframt áhugaverðan stíl sem bætir upp fyrir þá viðvaningsslikju sem við hana loðir. Leikarar standa sig alveg ágætlega og er gaman að Rodman sjálfum sem gegnir hlutverki sögumanns með glott á vör. Þessi mynd er NBA-aðdáendum eflaust mikill fengur og aðrir gætu vel haft gaman af henni. Heiða Jóhannsdóttir 3