TALSMAÐUR Atlantshafsbandalagsins (NATO), Peter Daniels, sagði í gær að bandalagið myndi ekki hætta loftárásum sínum á Júgóslavíu þótt fregnir hafi borist af árangri í viðræðum Viktors Tsjernómyrdíns, samningamanns Rússa í deilunni, við júgóslavnesk stjórnvöld.
NATO heldur árásum áfram

Brussel. AP.

TALSMAÐUR Atlantshafsbandalagsins (NATO), Peter Daniels, sagði í gær að bandalagið myndi ekki hætta loftárásum sínum á Júgóslavíu þótt fregnir hafi borist af árangri í viðræðum Viktors Tsjernómyrdíns, samningamanns Rússa í deilunni, við júgóslavnesk stjórnvöld.

Daniel sagði árásir gærdagsins gegn Serbum í Kosovo, 66. árásardaginn í röð, hafa verið árangursríkar. Að minnsta kosti 17 fallbyssum og tveim skriðdrekum hefði verið eytt. Allar flugvélar NATO hefðu snúið heim heilu og höldnu.

NATO biði þess að fá nánari fregnir af viðræðum Tsjernómyrdíns og Slobodan Milosevis, Júgóslavíuforseta er fram fóru á föstudag. Tsjernómyrdín sagði þær hafa verið árangursríkar.